3.11.2008 | 05:02
Hverjir eru bestir!
Mér vöknaði um augun er ég las hvað Johan Mortensen sagði um að Færeyingar ættu að gefa íslendingum þessar 300 milljónir sem þeir hafa boðið að láni. Við höfum alltaf litið á þá sem litla bróðir en oft þegið hjálp þeirra á raunarstundu eins og við höfum líka rétt þeim hjálparhönd. Slík orð sem þessi á slíkir stund, er sem lyftistöng fyrir niðurbeygða þjóð. En hverju höfum við tapað. Peningar eru bara pappír, enginn dó og enginn slasaðist og það sem mest virði er, við eigum ennþá sjálfsæði þjóðarinnar. Við eigum miklu fleiri aðdáendur en níðingsmenn. Við höfum sem þjóð gengið í gegnum erfiðleika aftur og aftur og alltaf komið heil og sterkari út úr þeim. Það er einmitt það sem hefur gert okkur að svo sterkri og sérstæðri þjóð. Ég sé það best núna er ég bý erlendis, hvað Íslendingar eru sérstakir. Þeir kunna að gera við það sem bilar, bregðast við því sem að höndum ber og ef þið haldið að aðrar þjóðir gerir slíkt hið sama þá er það ekki svo. Við höfum þurft að glíma við svo miklu meira í okkar harðbýla landi en fólk í örðum löndum vestan hafs og það hefur gert okkur sterk. Vissulega hefur það einnig gert okkur djörf og kennt okkur að taka áhættu og tefla á dýfsta vað - sem stundum hefur borið árangur, - en slíku fylgir líka áhætta og stundum líka tap. Við eigum að vera stolt af því að hafa þá hæfileika og getu sem aðrar þjóðir hafa ekki og brosa í dag og segja þetta er alltí lagi,- þetta reddast - það hefur alltaf gerts og það um gerast núna. Íslendingar er bjartsýn þjóð sem trúir á styrk sinn og mátt og við þurfum ekki að láta aðrar þjóðir segja okkur að við séðum öðruvísi. Við erum sérstök og við skulum vera stolt af því. Ég kenni Íslensku hér í Seattle og fæ marga nemendur bara af því að þeim finnst Ísland vera svo æðislegt og þeir leggja það á sig að læra okkar fallega og erfiða mál. Hvað segir það um okkur sem þjóð. Ég veit ég tala fyrir munn okkar allra sem erum hér í Íslendingafélaginu í Seattle, við sendum ástarkveðjur heim og hugsum til ykkar og fylgjumst með því daglega sem er að gerast heima.
Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:05 | Facebook
Um bloggið
Margrét Sigríður Sölvadóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.